miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Þá fer að koma að flottustu aðventutónleikum ársins (svo verður Hljómeyki með flottustu jólatónleikana 28. des). Það verður alveg fullt af flottum útsetningum, m.a. ein sem Trond Kverno gerði við Heims um ból og verður sungið á norsku, eitt úkraínskt jólalag, amerískt, sænskir piparkökukarlar, þó nokkur lög um Mariu mey auk hefðbundinna jólalaga og svo verður frumflutt verk eftir mig! Kórinn er í hörkustuði og búinn að standa sig mjög vel í að læra þó nokkur ný og erfið lög. Sum eru mjög rytmísk og ég var alveg hissa hvað þau voru fljót að ná þeim. Miðar kosta 2500 kr. en bara 2000 í gegnum mig og kórfélaga.

Engin ummæli: