þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Ég er búinn að setja barnalæsingar á eldhússkápana því junior hefur verið mjög iðinn við að tína út úr þeim undanfarnar vikur. Læsingarnar hafa virkað mjög vel, einum of vel reyndar því við gleymum þeim alltaf. Maður ætlar að henda einhverju í ruslið og... æ já, það er barnalæsing. Og svo mínútu síðar vill maður aftur í ruslið og.... æ, já, það er barnalæsing.
Svo tók bíllinn upp á því að bila. Þegar það gerði svona mikið frost um daginn fór hann að hegða sér eitthvað undarlega og kom meira að segja reykur úr húddinu. Ég fór með hann á næsta verkstæði og sagði hvað gerst hefði og gæjinn spurði hvort það væri ekki örugglega nægur frostlögur á honum. Ég sagði: fröst....lö....gur? Hmmm. Það gæti kannski verið að það vanti bara alveg.
Vatnskassinn hefur nebblega lekið við og við en samt er ekkert að honum. Þetta er víst algengt vandamál með Opel. En ég hef verið voða duglegur að bæta á hann vatni í allt sumar. En nú er ég sem sagt búinn að komast að því til hvers frostlögur er. Það er til þess að vatnið frjósi ekki og eyðileggi ekki vatnskassann. Jæja. Það var ekkert SVO dýr viðgerð og við gátum notast við jeppann hans tengdapabba þann dag sem bílinn var í viðgerð en svo þegar búið var að setja nýjan vatnskassa í var samt eitthvað að. Headpackningin sennilega farin. Jibbí! Bílinn fór á næsta verkstæði og alltaf lét ég eins og þetta væri ekki mér að kenna: "Ég held bara að það hafi ekki verið sett á hann nægur frostlögur" eins og ég væri að kenna öðrum fjölskyldumeðlimum um. En bílinn á að vera tilbúinn í dag og við verðum ca. 160 þúsund kalli fátækari.
Mental note: Setja frostlögsblöndu í vatnskassann ef vantar!

2 ummæli:

Hildigunnur sagði...

aaaaááái! Maður getur yfirleitt gert eitthvað annað og skemmtilegra við 160 þús kall!

Kannast við þetta með barnalæsingarnar. Svo þegar við tókum okkar af, tók álíka tíma að venja sig af því að reyna að losa þær...

Lóa Björk Ólafsdóttir sagði...

usss , ég fæ nú bara bráðaofnæmi þegar kemur að þessum bílavandamálum. Enda sagði pabbi við mig fyrir nokkrum árum. "Annað hvort verð ég að hætta að sjá um þessar bílaviðgerðir hjá þér eða ég enda á spítala ... undir rúmi ! " ;) Vonum að þú sért bara búinn með kvótann næstu árin.