fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Ég var að koma af Sinfóníutónleikum þar sem Hljómeykisstúlkurnar mínar sungu nokkra takta í lokin á Parsifal og gerðu það alveg æðislega fallega. Það var líka mjög gaman að upplifa þennan Wagnerþátt. Heyrði lokin á honum í morgun og varð mjög heillaður. Þetta byrjaði mjög þunglyndislega en varð svo mjög fallegt eftir því sem leið á.
Svo var mjög gaman á Fílharmóníuæfingu í gær. Ég er alltaf að prufa mig áfram með verkið mitt og gat í samvinnu við kórinn leyst ákveðið vandamál og er mjög sáttur við þá útkomu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

búmm kviss bang og strax komið kommento. I´m impressed. Indra