mánudagur, nóvember 13, 2006

Kóræfingar ganga glimrandi vel. Ég valdi nokkuð strembin verk fyrir Fílharmóníuna en það hefur borgað sig. Eftir rúmlega mánuð er þetta mikið til komið og það eru tæpar fjórar vikur í tónleika. En það má alltaf fínpússa. Tónleikar 10. og 12. des. í Langholtskirkju.
Svo er svo gaman í Hljómeyki núna því það er svo vel mannað. Það eru um 6 í hverri rödd. Góður ballans. Tónleikar 28. des. í Seltjarnarneskirkju.
Gaman að vera með þessa tvo kóra sem eru svo ólíkir á skemmtilegan hátt.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æfingarnar eru frábærar, verkin frábær.. má samt alveg róa niður aðeins nútímadótið (að mínu mati) hehehehe :)

Maggi sagði...

Samkvæmt minni talningu eru 3 kórverk sem geta flokkast sem nútímaverk.

Hildigunnur sagði...

hehe, það er þetta með nútíma :-D Mér finnst nútímaverk vera bara 21. aldar verk...

En það er hörkugaman á æfingum, það er satt.

Nafnlaus sagði...

hehe.. nei meinti nú bara að allir (þýðist sem ÉG) hafa ekki svona leikara í sér og kunna að "tala tónlist" hehehe. Finnst ég bara svo kjánaleg í þessum pörtum. En þetta hljómar samt örugglega mjög vel :)