miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Eitt hefur sonur minn erft frá mér. Hann er mjög matvandur. Ég var það sem krakki. Mér var oft hent öskrandi inn í herbergi því ég harðneitaði að borða eitthvað framandi. Hann herpir saman munninn og snýr sér í hina áttina. Hann er álíka þrjóskur og ég. Aðlögunininni er formlega lokið og hefur gengið alveg glimrandi vel. Kristjana hefur eiginlega aldrei upplifað annað eins.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og svo segir fólk að Hans og Gréta hafi búið við eitthvert harðræði?

Maggi sagði...

Í minningunni var það alltaf pabbi sem henti mér öskrandi inn í herbergi