laugardagur, nóvember 04, 2006

Ég fékk mitt hefðbundna stress í morgun fyrir tónleikana okkar Ingibjargar. Ég er alltaf á því að enginn muni mæta. Ég var búinn að búa mig undir það að Mamma og Hrafnhildur myndu mæta og kannski einn í viðbót. En það mætti þó nokkrir fleiri þrátt fyrir eiginlega enga kynningu (mér að kenna). Þetta fór barasta vel í fólk og ég held við höfum bara spilað ágætlega. Ég datt reyndar út á tveimur stöðum í Mahler og impróviseraði eitthvað í staðinn og kom sjálfum mér á óvart hvað það var í Mahlerískum anda.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir skemmtilega tónleika. Við Hrafnhildur María skemmtum okkur ljómandi vel og henni fannst voða gaman að geta sagt pabba sínum að eitt lagið hefði verið úr Dimmalimm :o)

Sjáumst á næstu æfingu.

Nafnlaus sagði...

æðislegir tónleikar, þið eruð svo ótrúlega frábærir músíkantar þannig að það kom svosem ekki á óvart. Ekkert smá skemmtilegt að heyra í Böngu, það er nú ekki á hverjum degi sem maður getur hlustað á hana hérna heima. Takk bara kærlega fyrir mig aftur!

Maggi sagði...

Ég gleymdi líka að minnast á að Ísak mætti og var hljóður þegar tónlistin var í gangi. Þetta voru fyrstu tónleikarnir hans.