þriðjudagur, desember 05, 2006

Þegar líður að tónleikum Fílharmóníunnar fyllist innhólfið af tölvupósti. Ég ætlaði rétt að tékka á tölvupóstinum í hádeginu og var með 14 ný skilaboð og þurfti að svara þeim flestum. Svo voru önnur 14 í kvöld. Til að gera illt verra þá er bæði tölvan og hotmail frekar hæg á sér. Ég fór í BT til að kaupa vinnsluminni en þar sem tölvan er svo gömul (þriggja ára) þá var ekkert til fyrir mig. Ohhhh hvað ég sakna Makkans!

2 ummæli:

Hildigunnur sagði...

Nýjan Makka næst, maður :-D Minn er orðinn 6 ára og ég er fyrst að skipta núna...

Maggi sagði...

Ég hef einmitt alltaf átt Makka þangað til fyrir þremur árum að ég lét undan þrýstingi og keypti PC. Makkarnir dugðu yfirleitt ca. 6 ár en það er dálítið síðan mér fannst ástæða til að skipta um PC.