Kóræfingar ganga alltaf betur og betur og kórinn var í hörkustuði á mánudagskvöldið, enda var vel mætt í allar raddir og hljómurinn lofar góðu. Nú er búið að ganga frá öllum einsöngvurum. Það verða sem sagt Hulda Björk, Nanna María, Jónas og Davíð Ólafs. Svo ætlum við að fara að ganga í að redda hljóðfæraleikurum um helgina.
Einn af mínum veikleikum er að ég er afskaplega óduglegur við að koma mér á framfæri. Það gerist oft að ég fæ hlutina upp í hendurnar á mér og þegar ég reyni að gera eitthvað í málunum mistekst það oftast. Ég hefði til að mynda átt að vera búinn að hringja í alla organista og umsjónarmenn jarðarfarahópa og minnt á mig en þetta hefur bara gerst af sjálfu sér. Ég hef haft mátulega mikið að gera í messuspili og jarðarfararsöng. Þetta vindur svona upp á sig. Ég sótti vissulega um þetta kennarastarf en var búinn að gefa það upp á bátinn þegar allt í einu var hringt í mig og boðin vinna. Ég hafði ekki hugmynd um að Fílharmónían vantaði kórstjóra og hefði ekki sótt um nema af því að fulltrúar hennar komu að máli við mig og bentu mér á að sækja um. Og núna á föstudaginn ætla ég að hitta Jónana í Langholti því þeir vilja að ég komi á fót og stjórni drengjakór þar. Ég veit að þeir eru búnir að pæla í þessu lengi og Jónsi minntist á þetta við mig fyrir rúmu ári en ég vissi ekki hversu mikil alvara lá að baki því þá. Þetta er eitthvað sem getur verið rosalega gaman og ánægjulegt ef vel tekst til en ég veit líka að þetta getur verið alveg rosalega mikil vinna og orkuþjófur. Ég ætla að athuga málið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
það að þú sért að fá svona mikið að gera án þess að leita eftir því er auðvitað bara það að fólk veit hvað í þér býr.. og þú þarft greinilega ekki að auglýsa þig neitt mikið :D
annars er þetta fyndið með að koma sér á framfæri.. þetta er þjálfun og aftur þjálfun, ég var með óbragð í munninum að hringja í fólk og fjölmiðla í mörg ár því ég var sko alin upp við að hreykja sjálfri mér ekki.. (foreldrarnir í eldri kantinum.. engin 68 kynslóð þar) en þetta kemst upp í vana, maður verður bara að bíta á jaxlinn fyrst um sinn..
eeeendilega taktu að þér drengjakórsdjobbið, það vantar annan valkost fyrir stráka sem langar í kór. Ég skal sko setja minn gaur til þín :-)
Skrifa ummæli