miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Það hefur ekki gefist neinn tími til að blogga undanfarið. En við erum sem sagt búin að finna íbúð við Mosarima sem er á fyrstu hæð með smá verönd, ljós og skemmtileg. Tilboðsleikurinn tók tæpa viku og við enduðum nær okkar hugmyndum um verð og nær dagsetningunni þeirra, þ.e. við fáum hana ekki fyrr en fyrsta maí... súkk! En þetta verður fljótt að líða. Verst finnst mér að hafa allt dótið í kössum niðri í skúr. Annað lánið gekk í gegn í dag og hitt verður sennilega komið eftir viku. Ég geri ráð fyrir að kaupsamningurinn verði eftir eina og hálfa viku, ekki það að það liggi eitthvað á.

Engin ummæli: