laugardagur, febrúar 18, 2006

Ísak verður skírður á morgun. Athöfnin verður heima hjá mömmu á Sólvallagötu og það verður bara nánasta fjölskylda. Samt verðum við ca. 18 manns. Hefðum við boðið foreldrasystkinum líka þá hefði þetta strax orðið 50 manns. En sonur minn verður í skírnarkjól sem var saumaður úr brúðarslöri mömmu og við systkinin vorum öll skírð í. Svo verður notuð skírnarskál sem nánast allir í föðurfjölskyldu minni voru skírðir upp úr (þ.á.m. við systkinin). Svo verður hann með nælu sem var næld í Ernu ömmu Hrafnhildar þegar hún gekk út úr kirkjunni eftir hjónavígsluna sína. Ég og Indra ætlum að spila Litfríð og ljóshærð eftir Emil Thoroddsen (Gunnar Emil heitir í höfuðið á honum) og sunginn verður sálmurinn Guð leiði þig eftir Jórunni Viðar og bæði lögin voru flutt við jarðarför ömmu Elísarbetar. Halldór ætlar að syngja lagið Unu sem við spiluðum oft fyrir Ísak þegar við vorum úti í Svíþjóð. Halldór sendi mér upptöku af því með Út í vorið kvöldið sem hann fæddist. Svo verður séra Jón Helgi prestur og hann jarðsöng bæði pabba og ömmu Jónu. Þannig að þetta verður allt morandi í hefðum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

og svo eru afi (langafi Ísaks) Indriði og Jórunn Viðar systkinabörn, svo tenglsin eflast enn við það.