sunnudagur, febrúar 19, 2006


Þetta var alveg æðislegur dagur. Skírnin var svo yndisleg og einlæg, alveg eins og ég hafði gert ráð fyrir. Ísak lét smá í sér heyra en heillaðist svo að orðum prestsins og sofnaði undir söng afa síns.

4 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Til hamingju Maggi minn með þennan dag. Það er gott að hafa hefðir, manni finnst maður tilheyra einhverjum svo miklu, miklu meir.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn, foreldrar, til hamingju með daginn þinn, litli Ísak! Myndirnar eru afar sætar. Gaman að sjá ömmurnar með ömmusvipinn á myndunum, en ótrúlegt hvað litli kútur er búinn að stækka og breytast. Alveg greinilegt að maður verður að fara að hittast! Svo er líka pakki sem drengurinn verður að fara að fá, áður en hann verður orðinn of stór!

Bestu kveðjur,

Maggi sagði...

Hann er einmitt orðinn þvílík lengja.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir mig:o)
Jóna Björk