þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Níu ára guttinn sem hafði samið tvö lög (hvort um sig fjórir taktar) fyrir tímann á föstudaginn kom í tíma til mín í dag og sagði: Sko, Magnús. Ég gat ekki samið neitt lag fyrir tímann í dag. Ég var búinn að nota allar hugmyndir mínar í hin tvö lögin.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æi sæti... tók þessu greinilega mjööög alvarlega. Er hann pótensjal tónskáld?

Maggi sagði...

Ég vona að ég geti fætt eitthvað tónskáld úr þessum nemendahópi mínum. En annars hjálpar þetta við túlkun á öðrum verkum og auðveldar nótnalestur.