föstudagur, febrúar 10, 2006

Ég er orðinn þrítugur en samt er skólastjórinn að koma inn til manns með skilaboðin: Magnús á að hringja í mömmu sína.
Maður vex víst aldrei upp. Gunnar bróðir var einu sinni úti í körfubolta þegar hann var 18 ára. Þegar spurt var eftir honum í símann heyrði ég Mömmu segja að hann væri "úti að leika sér".

Ég er að hugsa um að kýla á þetta með drengjakórinn. Þeim virðist vera alveg full alvara með þessu. Ég er jafnvel að spá í að skreppa til Gautaborgar og kannski Uppsala í nokkra daga í vor og sjá hvernig þeir gera þetta í dómkirkjunum þar.

3 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Er með einn 4ra sem ég gæt alveg hugsð mér að senda til þín í kór.Stökktu á þetta, engin spurning.
Það er mikil vinna, sérstaklega í byrjun, að vera með barnakór en þess virði.

Nafnlaus sagði...

hahahahaha :D Um daginn var ég að fara eitthvað út að skemmta mér, en áður en ég fór var ég eitthvað að tala við mömmu... hún endaði símtalið á: "Ekki koma mjög seint heim!" Ég bý ekki einu sinni heima hjá m&p lengur og er orðin móðir og er að fara að gifta mig!!! Held þeim hætti aldrei að finnast maður vera litla barnið sitt. Híhí... en það er allt í læ.

Hildigunnur sagði...

jamm, mamma er enn að reyna að ala mig upp, þriggjabarna rúmlega fertuga móðurina :-D

frábært með drengjakórinn!