föstudagur, febrúar 10, 2006


Ég varð vitni að stórtíðindum í sjónvarpssögunni. Oprah kom í þáttinn til Letterman. Hann er búinn að tala um þetta í nokkur ár og gert heilmikið úr þessu alltaf en hún hefur ekki viljað tala við hann af einhverjum ástæðum. En svo mætti hún og það var meira að segja leikið á pákur þegar hún gekk inn. Við fylgdumst alltaf með David úti í Svíþjóð, hann er langskemmtilegastur af þessum þremur spjallþáttagæjum. Svo er svo leiðinlegt að hann sé ekki sýndur hérna heima en við náum að sjá hann nú á norska sjónvarpinu. Tengdaforeldrarnir voru að fá sér evrópska pakkann hjá Skjánum.

Engin ummæli: