Ísak er allt í einu farinn að teygja sig eftir hlutum og svo tók hann upp á því í gær að hlæja upphátt. Við höfðum heyrt eitt og eitt skrík í síðustu viku sem var óljóst hvort væri hlátur eða ekki en það fór ekkert á milli mála í gær. Í morgun vorum við tveir á teppinu frammi í stofu að leika okkur. Mig langaði að hlusta á H-moll messuna eftir Bach (einnig til að leyfa honum að kynnast almennilegri tónlist) og hann varð alveg heillaður,gapti og starði út í loftið og fór svo að berjast við svefninn og sofnaði eftir bara nokkrar mínútur. Þá var hann eiginlega bara nývaknaður eftir langan nætursvefn.
Það er dálítið skrítið að blogga þegar maður er fluttur heim til Íslands. Í Svíþjóð gat maður eiginlega skrifað hvað sem er þar sem ég vissi að enginn Svíi las eða gat skilið síðuna. En nú þarf ég allt í einu að passa mig á því hvað ég skrifa. Það lesa þetta líka fleiri en ég gerði ráð fyrir. Það er náttúrlega bara hið besta mál og ég hvet fólk til að vera ekki ófeimið við að "kommenta". Mér finnst eins og það séu færri sem gera það eftir að ég skipti um kommentakerfi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Gaman þegar þau fara að gera kúnstir, þessar elskur!
Þó ég persónulega kommenti kannski ekkert minna en vanalega (enda alltaf svo mikið niðri fyrir!) þá er ég ekki mjög skotin í þessu kommentkerfi, fer í taugarnar á mér að þegar maður opnar það hoppar það alltaf á neðsta kommentið og maður þarf að byrja á því að fara út úr kommentkassanum og skrolla svo upp... skilurðu? En svona vandamál hrjá auðvitað aðeins þá sem hanga mikið á netinu...
Gamla kerfið var nú betra en kommentin hurfu eftir 3 mánuði. Mér fannst þetta öruggast því þetta er frá honom Blogger sjálfum.
Ég skil þig svo vel með bloggvesen eftir að heim á skerið var komið. Ég er alveg hætt að geta bloggað um fullt af dóti þar sem að það gæti móðgað einhvern. Stórfurðuleg tilfinning þegar fólkið sem að les bloggið manns er fólk sem maður hittir á dags daglega. Allt annað mál en þegar maður er að segja frá sínu lífi fyrir vinina heima....
En ekki láta deigann síga. Mér finnst svo gaman að lesa bloggið þitt (og heyra hvernig Ísak dafnar og vex) :-)
Já, ég er dálítið hissa að hann hafi fílað Bach. Ég hélt að hann væri ekki þannig týpa.
Hann á eftir að verða tónlistarmaður ;)
Skrifa ummæli