sunnudagur, febrúar 26, 2006


Ég held að Ísak viti hvað hann getur verið sætur. Oft þegar maður horfir á hann fer hann að skælbrosa, lyftir öxlum og horfir feiminn í burtu, eins og hann hafi verið þjálfaður fyrir ameríska bíómynd.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ísak er náttúrlega frá náttúrunnar hendi ómótstæðilega sætur og yndislegur. Eitt stykki hlutlaus amma.

Nafnlaus sagði...

Vá hvað hann er orðinn stór! Nú sé ég líka soldinn Magga-svip á honum :) Fullkomin blanda alveg!

Torfi sagði...

Það sakar ekki að sýna leikhæfileikana snemma. Þú getur farið að láta strákinn leika í auglýsingum. Hann verður orðin barnastjarna áður en þið vitið af ;)

Nafnlaus sagði...

Hann er ofsalega saetur og thvilikt sjarmatroll!