fimmtudagur, febrúar 23, 2006


Við skrifuðum undir kaupsamninginn í gær. Íbúðin er dyrnar til hægri undirstiganum á myndinni. Seljendurnir eru búnir að finna annað hús og ætla skrifa undir kaupsamninginn í næstu viku. Þau fá afhent 1.apríl þannig að það er sjéns að við fáum að flytja inn eitthvað fyrr en 1.maí. En þau ætla bæði að dytta að ýmsu í Mosarima sem og í nýju íbúðinni og svo er maðurinn voða mikið á ferðalagi í útlöndum í mars og apríl. Það var bæði gaman en jafnframt ógnvekjandi að vera með þrjár komma fjórar milljónir á debetkortinu í rúman sólarhring. Ég var voða mikið að reyna að vera eðlilegur þegar ég gekk um með veskið í vasanum, ekki eins og ég væri hræddur um að því væri stolið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju=#

Jóna Björk

Hildigunnur sagði...

frábært, til hamingju :-)

Þóra sagði...

Til hamingju :-D (Skil þetta með debetkortið. Ég verð alltaf svona ef það er meira en 50.000 kall inn á kortinu (sjaldséð). Held ég hefði bara skilið það eftir heima læst ofan í skúffu ef ég hefði verið með svona mikinn pening inn á því).....