Kaupsamingurinn verður undirritaður á miðvikudaginn. Þetta er búið að taka voða tíma allt saman og það verður gott að vera búinn að þessu. Ég er ábyggilega ekki heilbrigður því mér hefur þótt ágætlega gaman að því að standa í þessu lánaveseni. Mér féllust hendur þegar ég byrjaði því það var úr svo mörgum möguleikum að velja en ég held að þessi samsetning sem við enduðum á sé sú hagstæðasta.
Nú er lífið okkar fjölskyldunnar að komast í aðeins fastara form. Ísak vaknar yfirleitt bara tvisvar á nóttu til að drekka. Við skiptum nóttunum á milli okkar því það þarf ansi oft að stinga snuðinu upp í hann. Maður stendur oft í því á korters fresti þangað til það dugar ekki lengur og hann verður að drekka.
Hann dáir ömmur sínar og skælbrosir ef þær koma nálægt honum. En hann virðist bera mikla virðingu fyrir afa sínum því hann virðir hann mjög alvarlega fyrir sig jafnvel þótt afinn hoppar og skoppar fyrir framan hann. Það var rétt sem margir hafa sagt við okkur að við erum að fara gleyma hvað þessar fyrstu vikur voru rosalega erfiðar. Það fór í taugarnar á mér (eins og mjög mörgum öðrum foreldrum) þegar fólk sér okkur með nýfætt barn og spyr: "Er þetta ekki yndislegt?" Ég átti það til að svara (sérstaklega þegar ég var nær ósofinn): "Bæði og."
Ég hef verið að fylgjast með ýmsum íslenskum kórstjórum og verð stundum alveg gáttaður á því hvað kórinn syngur vel miðað við hvað kórstjórinn stjórnar skringilega. Ég held að kennarar mínir í Svíþjóð hefðu ýmislegt að segja við marga af þekktustu kórstjórunum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
hehehe ég get ekki ÍMYNDAÐ mér hvern þú getur verið að meina ;)tíhíhíhí
Ég vandaði mig nú við að tala um kórstjóra í fleirtölu.
Ég get alveg ímyndað mér fleiri en einn og fleiri en tvo....
ójá...
Úllala.....nefnum engin nöfn.......
Skrifa ummæli