laugardagur, október 01, 2005

Við sögðum upp íbúðinni núna í vikunni og strax í gærkvöldi komu mæðgur að skoða hana. Þær voru yfir sig hrifnar. Ákváðu eiginlega strax að taka hana um leið og þær sáu eldhúsið. Dóttirin var 28 ára og ekkert á því að flytja að heiman. Þær voru bara hjá okkur í korter sögðu okkur samt söguna af því þegar eiginmaðurinn dó þegar konan var í gallsteinauppskurði.

Svo eru þrír þegar búnir að hafa samband út af organistastöðunni minni og ég hef gengið úr skugga um það í byrjun samtalsins að þeir séu örugglega að hugsa um að sækja um. Þar á meðal er einn sem hefur haft stöðu í stórri kirkju í miðbæ Gautaborgar og er alveg fantagóður organisti og impróvisatör. Og annar sem er konsertorganisti frá Póllandi.

Ég er búinn að heyra ansi oft frá fólki: Hvernig geturðu gert okkur þetta, að fara frá okkur. Að vissu leyti þykir mér vænt um þetta en þetta fer líka í taugarnar á mér því ég tók það mjög skírt fram þegar ég sótti um að ég yrði bara hér í eitt ár. Nú verð ég meira að segja aðeins lengur en þetta átti ekki að koma á óvart og ég kann ekki við að fólk kenni mér um.

Krulli sparkar alveg svakalega mikið og við höfðum áhyggjur af því að þetta yrði fótboltamaður og við myndum ekki ná neinu sambandi við hann. En Hrafnhildur kom með ágætis tilgátu um daginn: Þetta er náttúrlega organisti að gera pedalæfingar!
HA!

Engin ummæli: