Maður á einmitt aldrei að segja aldrei! Netið virkar og síminn en við komumst að því um helgina að það var ekki hægt að hringja í okkur. Fyrst var alltaf á tali þó svo við notuðum eiginlega ekkert símann og svo komu skilaboð um að enginn notandi væri með þetta númer. Telia er ábyggilega að gera tilraun og sjá hvenær við förum yfirum. En nú er búið að laga þetta. Mér finnst ég endalaust vera í símanum að tala við stofnanir og fyrirtæki, eða réttara sagt, biða eftir að fá samband við einhvern starfsmann.
Við Gunnar erum sammála um það að frændinn okkar er æðislegur. Ég heyrði frá mömmunni í gærkvöldi og hún verður á spítalanum fram á miðvikudag. Ég fæ vonandi bráðum fleiri myndir af honum og þær verða líklega settar inn á myndasíðuna hjá Hrafnhildi.
Í kvöld ætlum við að flytja Dixit Dominus og fleiri verk eftir Händel og það verður eflaust mjög flott. Það er alveg hörku barokksveit með og flest þeirra spila standandi.
Unglingakórinn söng í messunni á sunnudaginn var. Þau mættu öll sem betur fer því nokkrar stelpur höfðu bitið í sig að þær vildu ekki syngja fyrir fermingakrakkana sem áttu að vera þarna. Þau sungu mjög vel. Þetta er bæði það erfiðasta við starfið og ánægjulegasta því maður verður svo áþreifanlega var við framfarir hjá þeim. Eins og alltaf þá eru þau með einhvern mótþróa áður en þau eiga að syngja og svo eftir á spurja þau rosa spennt hvenær þau fá að syngja næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli