Best að ítreka það að við höfum enga hugmynd hvort við eigum von á strák eða stelpu. Frá því að það kom í ljós að Hrafnhildur var ólétt höfum við kallað afkvæmið Krulli bara til að geta kallað það eitthvað og af því að það eru líkur á því að það fái krullur.
Jóna Björk kom í gær færandi hendi með barnaföt, afmælisgjafir, íslenskt NAMMI og rúgbrauð, flatkökur og hangikjöt. MMMMMMMMMMMMMMMMMM
Þegar í mætti í foreldranámskeiðið í gær angaði ég af hangikjöti. Hrafnhildur hafði hins vegar lent í því leiðinlega atviki að einhverjir foreldrar æptu á hana og kölluðu hana öllum illum nöfnum því þau neita að horfast í augu við það að það geti verið eitthvað að barninu þeirra og taka ekki í mál að það sé sett í sérbekk.
Ég og nýji presturinn erum bæði orðin mjög pirruð á vinnustaðnum og hún er jafnvel farin að sjá eftir að hafa skipt um vinnu. Ég átti fund með yfirmanninum í morgun en hann byrjaði á að segja að konan hans er jafnvel alvarlega veik þannig að ég hlífði honum við ýmsu sem ég hafði að kvarta yfir. En hann virtist ekki vera sammála mér um að það sé mikið að hér heldur vildi meina að ég væri bara svo rosalega skipulagður og gerði of miklar kröfur til annarra. Vandamálið finnst mér vera að fólk er alveg rosalega gleymið og það er ekki hægt að treysta neinum hérna og á endanum er maður farinn að gera hlutina sjálfur. Bara á einni viku er ég búinn að heyra setninguna: "Æ, já. Ég var búin að gleyma því" 7 sinnum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli