mánudagur, október 31, 2005

Ég nýt þess að vera í fríi. Það varð eitthvað klúður í skipulagningunni þannig að ég er búinn að vinna fjórar helgar í röð en fékk að vera í fríi núna um helgina. Og þessa vikuna er haustfrí í flestum skólum og margir sem taka sér frí þ.a. það verður enginn unglingakór, engin kennsla í Uppsala né kóræfing hjá Mikaeli. Á laugardaginn fórum við hjónin í innkaupaferð aldrarinnar og keyptum ýmislegt handa Krulla, Skrám, í matinn og nokkrar jólagjafir. Við ákváðum að kaupa Babybjörn (burðarpoki fyrir smábörn) og mig langaði að prófa áður en við keyptum. Það var meira að segja dúkka í réttri stærð og þyngd en við sáum ekki alveg hvernig átti að gera þetta og því fór Hrafnhildur að sækja aðstoð en ég þrjóskaðist við og reyndi að átta mig á þessu sjálfur. Sem betur fer var ég ekki með alvöru barn því ég gat engan veginn fundið út úr þessu og var farinn að halda dúkkunni á hvolfi og um hælinn. Þegar starfsfólkið kom átti það ekkert auðveldara með þetta. Á endanum sáum við leiðbeiningar inni í pokanum og þá var þetta ekkert mál.
Á fimmtudaginn fórum við í síðasta foreldranámskeiðið og horfðum á norska fræðslumynd um brjóstagjöf frá 1984. Allir með sítt að aftan og strípur. Ein Jentan renndi sér á skíðum í þjóðbúningi, tók svo barnið sitt upp úr snjónum til að gefa því brjóst. Svo var líka sýndar svarthvítar myndir til að sýna fram á hvað menn voru vitlausir áður fyrr. Börnin voru tekin frá Mömmunum, gefnir pelar strax og álitin eign sjúkrahússins.

Engin ummæli: