Þetta er búin að vera ansi viðburðarrík vika, tónlistarlega séð. Händeltónleikarnir á þriðjudaginn tókust þrusuvel, það var alveg bravóhróp og læti og meira að segja gagnrýnandi sem var mjög jákvæður.
Á miðvikudaginn voru tónleikar í kirkjunni með fullt af krökkum og unglingum og heppnuðust mjög vel.
Ég og Ingibjörg héldum hádegistónleika í gær og fluttum meðal annars Söngva förusveins eftir Mahler. Við æfðum fyrst fyrir viku og ég hélt ég væri nokkuð vel undirbúinn en ég þurfti að liggja yfir þessu í vikunni því það er svo mikið af tempóbreytingum. En þetta tókst allt saman mjög vel. Þegar við æfðum í kirkjunni á föstudaginn sat einn róni og hlustaði á okkur. Þegar ég ætlaði að loka klukkan fjögur sagði hann okkur hvað við spiluðum vel. Við spurðum hvort hann vildi ekki koma á tónleikana. Hann sagðist muna vera upptekinn þá. Hann mundi ekki vera edrú.
Í kvöld var svo tónlistarguðsþjónusta með kórunum og brassbandi og allt voða gaman og heppnaðist voða vel. Söfnuðurinn söng fullum hálsi.
Í morgun lenti ég í því að missa aðra linsuna úr mér rétt áður en ég átti að byrja á forspilinu að fyrsta sálminum. Þegar svona gerist er best að setja hana strax í sig aftur áður en hún þornar. Ég gat það sem sagt ekki og varð að spila alla messuna þar sem það var alveg ferlega erfitt að fókusera. Ég náði að setja hana svo aftur í mig sem betur fer í hádeginu því klukkan tvö var finnsk messa og ég þurfti stundum að vera forsöngvari. Ég skildi náttúrlega ekki orð nema Jesuksen Kristuksen. En þetta gekk reyndar furðu vel.
En Mahler Magnússon. Hljómar það ekki bara ágætlega.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli