föstudagur, september 30, 2005

Ég fékk lánaðan steinbor frá kirkjugarðinum til að geta sett upp króka í loftið hjá okkur fyrir loftljós. Ég boraði og boraði þegar ég kom heim á miðvikudagskvöldið en það gekk alveg bölvanlega og ég var alveg að drepast í höndunum, mjólkursýrurnar alveg að drepa mig. Eftir ca. tuttugu mínútur þegar ég var að bora á þriðja staðnum kom ein kona með smábarn og bað okkur að hætta þessu því þau bjuggu beint fyrir ofan okkur og voru með nokkur börn. Klukkan var þá bara hálf níu og ég held að maður megi hafa svona hávaða fram til klukkan tíu. Það er reyndar ógeðslega leiðinlegur hávaða frá svona steinbor. Ég var farinn að nota eyrnatappa. Ég ákvað alla vega að halda áfram í morgun og þá komu heldur engar kvartanir en ég tók líka eftir einum takka með ör á og prufaði að ýta honum inn og viti menn.... það gekk svona líka miklu betur. Ég hafði sem sagt verið að bora í vitlausa átt um daginn. Ég er reyndar alveg hissa hvað ég gat borað langt þá.

Engin ummæli: