þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Greyið Skrámur. Ég þurfti að fara með hann til dýralæknis í morgun til að taka blóðsýni og fleira. Hann mátti ekkert borða í nótt því það þurfti að svæfa hann. Hann varð líka alveg brjálaður þegar læknirinn reyndi að sprauta hann og þurfti nokkrar tilraunir. Ég varð reyndar ansi áhyggjufullur á tímabili því hann svaf með opin augun og læknirinn vigtaði hann sagði að hann væri 5 kg og gaf honum svæfingu miðað við þá þyngd. En þetta er einhver gamall dýralæknir með stofuna í kjallaranum á húsinu sínu og vigtaði hann í einhveru járnbúri og dró þyngd þess frá heildarþyngdinni. Mér finnst 5 kg dálítið mikið og treysti ekki alveg þessum kalli og gat ekki beðið eftir að Skrámur vaknaði. Hann var líka ansi vankaður þegar heim var komið og gat ekki gengið án þess að detta á hliðina. Ég lét hann á teppi á gólfinu og skaust fram til að ná í matinn hans og þegar ég kom aftur til hans hafði hann skriðið nokkra sentimetra og horfði hjálparvana á mig. Þá leið mér eins og pabba.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli