mánudagur, maí 07, 2007

Hafi ég og konan mín virkilega náð að eyðileggja tónleikana fyrir einhverjum með því að taka Ísak með á tónleikana þá biðst ég velvirðingar á því. Þannig var nú mál með vexti að allir sem passa Ísak vanalega voru á þessum tonleikum eða út úr bænum og við ákváðum bara að taka hann með enda hefur hann áður mætt á nokkra tónleika og það hefur alltaf gengið vel. Hrafnhildur var alltaf tilbúinn að fara með hann fram ef hann var truflandi en að mínu og hennar mati var eiginlega ekki ástæða til þess. Mig minnir að hann hafi þrisvar gefið frá sér einhver hljóð sem heyrðust um kirkjuna og var það ekki á neinu viðkvæmu augnabliki. Hann var nú frammi megnið af tímanum sem Óttusöngvarnir voru fluttir. En hann náði að segja "Vá" þegar Sverrir lauk við eitt sólóið og svo klappaði hann á milli kafla en það heyrðist ekki. Að mínu mati var hann ekkert truflandi og það fannst engum í kringum mig. Ég var að reyna að veiða upp úr þeim í Fílharmóníunni sem mættu á tónleikana hvað þeim hefði fundist og þau voru mjög hissa að einhver skildi hafa kvartað yfir honum. Ég get alveg orðið pirraður yfir truflun á tónleikum, til að mynda grátandi barni sem ekki er farið með fram eða krakka sem fær að hlaupa um allt. Ég man einu sinni þegar ég fór í Óperuna í París að sjá Toscu og þar var maður sem hóstaði út í eitt og það fór alveg svakalega í taugarnar á mér því hann var greinilega ekkert að reyna að hylja hóstann. En ekkert af þessu átti við um Ísak. Það verður spennandi að heyra upptökuna. Ég er með það marga tónleika á ári að mér finnst ágætt að hann venjist því að vera á tónleikum. Þegar Fílan hefur verið með tónleika þá hafa þeir alltaf verið endurteknir og þá hefur verið hægt að koma honum í pössun en nú var bara um eina tónleika að ræða.
EF svona lagað fer virkilega í taugarnar á manni þá er best að benda kurteisislega á það, ekki hreyta í konuna mína: "Farðu út með barnið þarna!" og ekki predika yfir mér tíu mínútum eftir tónleikana með son minn í fanginu. Það fer bara öfugt í mann. Það er búið að eyðileggja fyrir mér þessa góðu tilfinningu sem ég hafði annars fyrir tónleikunum.
Ansi margir kennarar mínir hafa kennt mér að vera við öllu búinn á tónleikum og láta ekki setja sig út af laginu. Ég hef enda lent í ýmsu svæsnu á tónleikum og bara reynt að leiða það hjá mér og gert gott úr þessu. Þegar ég hélt píanótónleika í Svíþjóð fékk einn áheyrandinn flogakast, ég þurfti að stoppa í miðju lagi á meðan beðið var eftir sjúkrabíl, svo hélt ég bara áfram og reyndi að gera gott úr þessu. Í haust leið yfir eina í kórnum í tvígang og það var mjög óhugnalegt þar sem ég vissi ekki hvort hún væri dáinn. En svo varð ég að halda áfram að stjórna og láta þetta ekki hafa áhrif á mig. Þegar ég söng 9.sinfóníuna með Óperukórnum, tónleika sem voru teknir upp til að gefa út á plötu, þá var þroskaheftur maður í salnum sem klappaði hátt og snjallt á mínútu fresti. Þetta var vissulega truflandi en flestir ef ekki allir reyndu bara að leiða þetta hjá sér og sjá fegurðina í því að hann skuli tjá sig á þennan hátt.

18 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er það ekki oft þannig að þegar að það er hvæst á maka manns eða börn eða bæði, þá er maður viðkvæmari fyrir því heldur en ef það er hvæst á mann sjálfann? Ég skil að þetta hafi farið fyrir brjóstið á þér. Smá hljóð sem að koma frá barninu er ekki eitthvað til að kvarta yfir.

Nafnlaus sagði...

Svo er alltaf verið að kvarta yfir því að unga fólka sé ekki nógu duglegt að sækja klassíska tónleika. Varla getum við ætlast til þess að unglingar læri að meta tónlist "upp úr þurru". Mér finnst yndislegt að sjá lítil börn á tónleikum sem njóta tónlistarinnar og eru að uppgötva töfra hennar. Vildi óska að fleiri tæku börnin sín með!

Nafnlaus sagði...

Ég á nú litla krakka sjálf og ég verð að segja að mér dytti ekki i hug að fara með þær á svona tónleika. Eins og með margar aðrar samkomur i okkar þjóðfélagi þá eru alltaf ákveðnar "óskrifaðar reglur" þegar kemur að svona tónleikum - heilbrigð skynsemi ef svo má segja. Ein þessarra óskrifaðra reglna er að hafa ekki hátt, ekki trufla hina sem komnir eru i sama tilgangi og þú - að hlusta á tónlistina. Þvi fer maður afsiðis ef maður finnur að hóstakast er yfirvofandi, þú slekkur á simanum þinum, þú snýtir þér ekki i vasaklútinn osfrv. Þú skilur litil börn eftir heima þvi þó þau séu yndisleg þá geta þau haft það hátt að þau trufla aðra tónlistagesti þó svo að þau séu ekki organdi.

Mér finnst engan veginn rétt að likja hljóðum i litlu barni saman við hljóð frá einstakling sem er haldinn sjúkdómi sem veldur hegðunarfrávikum. Einstaklingurinn nær yfirleitt aldrei bata og þetta er hans tækifæri til að hlusta á þá tónlist sem hann er svo sannarlega kominn til þess að njóta. Börn á þessum aldri hafa hinsvegar litið vit á tónlist. Þau gera ekki greinarmun á hvort þau hlusta á upptöku eða eru á tónleikum. Þau hafa ekki þroska i þetta enn og eiga þvi ekki erindi á svona tónleika. Megið kalla mig snobbaða ef ykkur liður betur með það en það er ég alls ekki. Ég tel þetta bara vera heilbrigða skynsemi.

Það eru og verða alltaf samkomur þar sem börn eru ekki "æskileg".

En að öðru þá finnst mér þú spila þig sem mikið fórnarlamb, "allir vondir við mig og mina, allir snobbaðir" - passive aggressive ef svo má segja. Sú gagnrýni sem þú fékkst að tónleikum loknum átti rétt á sér þó svo að það hefði eflaust mátt koma henni "betur" til skila en raun var.

Er ekki spurning um að taka gagnrýninni og læra af reynslunni?

Maggi sagði...

Nei ég upplifi mig ekki sem fórnarlamb nema að því leyti að mér fannst sumir koma gagnrýni sinni fram á leiðinlegan máta. Annars var ég bara svo hissa að einhver skildi þykja hann truflandi. Mín fyrstu viðbrögð voru að ég hefði ábyggilega ekki tekið eftir þessu verandi í hálfgerðum trans við að stjórna þessum stykkjum, en svo voru ansi margir sem ég sem ég hef talað við algjörlega ósammála þessari gagnrýni og töldu barnið ekki truflandi að neinu ráði.
Mér finnst sorglegt þegar fólk LÆTUR svona lagað fara í taugarnar á sér þegar þetta er ekki meira en raun bar vitni. Ég fer ekki með barn á hvaða tónleika sem er, t.d. ef það er ekki auðveldlega hægt að komast út og ég fer heldur ekki með hvaða barn sem er á tónleika. Ég get vissulega spilað tónlist fyrir son minn heima en ég vil gjarnan að hann venjist því að fara á tónleika og því er ég algjörlega ósammála þeirri staðhæfingu sem komið hefur fram að maður fari bara alls ekki með barn á tónleika, punktur. Þar að auki var greinilegt að hann naut tónleikanna því þau fáu hljóð sem hann gaf frá sér voru einmitt ánægjuhljóð.

Nafnlaus sagði...

Læt það verða lokaorð mín í þessu máli að ég er algerlega ósammála því að börn séu ekki æskileg á svona samkomur. Þvert á móti tel ég þau hafi bæði vit þroska til að kunna meta tónistina.

Maður talar við lítil börn án þess að þau hafi vit og þroska til að tala sjálf og þannig læra þau. Öll börn geta lært og markviss hlustun eykur tónnæmi þeirra og tónlistarþroska. Þess vegna tel ég að börn ættu að vera velkomin á hvaða tónleika sem er. Trufli þau mikið með gráti, hlaupum eða óhljóðum á að sjálfsögðu að fara með þau afsíðis. Ísak gerði ekkert af þessu.

Það er einfaldlega mín skoðun að skortur á umburðarlyndi hafi ollið óánægju með drenginn. En ég missi svosem ekki svefn yfir þessu. Við verðum kannski bara að vera sammála um að vera ósammála. Ég hef þó minnst á þetta við þónokkuð marga og allir eru sammála um að viðbrögðin hafi verið alltof hörð. Þannig að Hljómeyki ætti kannski að missa svefn yfir skilaboðunum sem þau senda.

Maggi sagði...

Þetta er vissulega nokkuð flókið mál. Ég myndi ekki vilja að það kæmu mörg börn á tónleikana því þá væru líkurnar á ónæðinu töluverðar. Ef það er krakki nálægt mér á tónleikum sem er allur á iði, eða grætur eða gefur frá sér of mikið af hljóðum þá getur það farið í taugarnar á mér.
En ég treysti syni mínum til að mæta á tónleika. Þetta voru þriðju eða fjórðu tónleikarnir sem hann mætir á og alltaf hefur það gengið vel... að okkar mati. Ég treysti líka konunni minni til að hafa vit á því að fara með hann út ef hann veldur truflun.

Nafnlaus sagði...

Ég ætlaði ekki að skrifa meira, en Hjalti, Hljómeyki er ekki að senda nein skilaboð. Ég er ekkert að skrifa hér fyrir hönd þess þó ég sé formaður, heldur sjálfrar mín og þeirra áheyrenda sem töluðu við mig (þar á meðal tónskáldsins)

Ég veit að móðir mín sá svolítið eftir því að hafa talað um þetta á þessari stundu og stað, hefði vel mátt bíða. Annars veit ég ekki alveg hvaða hörðu viðbrögð þú ert að tala um (ég heyrði reyndar ekki hinn sem talaði um þetta, kannski var það rosalega gróft). Þetta litla komment mitt fyrsta vakti hins vegar þvílíka heift að mér fannst ég verða að svara því.

Nafnlaus sagði...

"Ég get vissulega spilað tónlist fyrir son minn heima en ég vil gjarnan að hann venjist því að fara á tónleika og því er ég algjörlega ósammála þeirri staðhæfingu sem komið hefur fram að maður fari bara alls ekki með barn á tónleika, punktur."

"Ég myndi ekki vilja að það kæmu mörg börn á tónleikana því þá væru líkurnar á ónæðinu töluverðar."

Þetta eru nú algjör tvimæli hjá þér Magnús. Börn eru velkomin á tónleika að þinu mati en ekki öll? Er þá þitt barn með sér samning? Ef það fer að tiðkast að fólk komi með börn á svona tónleika þá hættir þetta að vera bara eitt barn eða tvö. Þau verða fleiri og fleiri og ónæðið verður enn meira.

Hvernig er þá hægt að njóta tónleikana??

Unknown sagði...

Maggi, hversu mörg börn mega koma á tónleika? Á að handvelja? Eru þá börn stjórnandans fyrst í röðinni, næst þeirra sem eru að syngja, síðan þeirra sem spila og að lokum mega gestirnir fylla upp í kvótann?

Þú hlýtur að sjá hversu ótrúlega sjálfhvert þitt viðhorf til þessa er, ég bara trúi ekki öðru. Á tónleikunum er fólk sem kemur til að njóta listarinnar, greiðir sinn aðgangseyri og trúðu mér, hversu fögur sem hljóðin í barninu þínu eru þá kom enginn til að hlusta á þau hljóð. Það kom til að hlusta á tónlistina ykkar.

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri að bjóða fólki upp á að annars vegar borga sig inn á tónleikana, eða að borga sig inn á barnahjal og krúttlegheit?

Nafnlaus sagði...

Væri ekki bara mjög eðlilegt ef börn flytjenda hefðu forgang á tónleikum? Það þykir mér.

Mér finnst það liggja í augum uppi að sum börn eiga meira "heima" á tónleikum en öðrum. Sum börn geta einfaldlega ekki setið kyrr, hvort sem þau eru 1 árs, 5 eða 10 ára. Geta ekki þagað og hafa jafnvel bara ekkert gaman að tónlist.

Önnur börn eru yfirvegaðri, rólegri og eiga auðveldara með að fylgja fyrirmælum. Njóta þess að hlusta og fá virkilega mikið út úr tónlistinni, þó ung séu.

Það hlýtur síðan að vera foreldranna að meta hvenær þau treysta börnunum sínum til að hlusta á heila tónleika.

Maggi sagði...

AUÐVITAð er ég ekki að segja að mitt barn sé eitthvað merkilegra en annarra. Ég sagði að ég treysti syni mínum til að mæta á tóneika en eins og eitt par sagði við okkur þá myndu þau ekki fara með strákinn sinn (sem er jafngamall og Ísak) á tónleika þar sem þau meta það þannig að hann myndi hafa allt of hátt. Þau voru einmitt að hrósa Ísak fyrir hvað hann var þægur. Ef Ísak væri líklegur til að vera truflandi þá hefðum við að sjálfsögðu ekki komið með hann.
Málið er náttúrlega ekki svona svart og hvítt: annað hvort öll börn eða enginn. Þetta er alltaf matsatriði hvað maður telur vera truflun. Þetta truflaði mig ekki neitt, en ég er jú líka faðir hans.
Mér kom á óvart athugasemdirnar um að hljóðin í honum hefðu "eyðilagt tónleikana" og sett einn flytjanda algjörlega út af laginu, sem var alveg á nálum hvenær Ísak myndi segja eitthvað næst og að Hrafnhildur hefði verið á sífelldu rápi en ég komst að þvi síðar að hún fór tvisvar fram og í minni minningu sagði strákurinn eitthvað þrisvar á klukkutímalöngum tónleikum. En það getur verið að ég hafi rangt fyrir mér þar, best væri að hlusta á upptökuna.

Nafnlaus sagði...

jahérnahér.

Sko eins og ég sagði eftir tónleikana (en bara þegar ég heyrði ykkur hneykslast á því að einhver hefði sett út á þetta) þá er þetta truflandi fyrir flytjendur, það er ekki gott að hafa mjög mikla hreyfingu, hvað þá læti þegar maður er í zoninu.

ég myndi aldrei NOKKURN tíma segja að mér finnist slæmt að börn mæti á tónleika. En það er eiginlega ekki réttlætanlegt að koma með það ungt barn að það hafi ekki nokkrar forsendur til að skilja það að það megi ekki tala og hreyfa sig eins og það er vant. Það er yndislegt að koma með börnin um leið og hægt er að rökræða við þau og útskýra fyrir þeim hvers vegna er ætlast til vissrar hegðunar. Fram að því finnst mér það óvirðing við flytjendur, borgandi gesti og kór sem er búinn að borga tugi þúsunda fyrir upptöku af tónleikunum. Frekar mætti mæta með börn á æfingar til að venja þau við þó mér finnist nú engin sérstök ástæða til að gera það á meðan þau eru svona ung.

Hrafnhildur fór ekki bara tvisvar sinnum fram. Hún fór upp og niður og að mig minnir aldrei alveg út með hann og var með hann inni næstum því allan tímann sem Óttusöngvarnir voru fluttir. Ég stóð og horfði út í sal. Og hann talaði mun oftar en þrisvar og víst var það á viðkvæmum stöðum í verkinu.

Ég segi líka það sama og Hildigunnur, það voru virkilega margir sem ræddu þetta við mig eftir tónleikana.

Hrafnhildur sagði...

Ég hafði ekki hugmynd um að það væri verið að taka þetta upp! Ekki hugmynd! Hlakka til að heyra upptökuna
"Glæpamaðurinn"

Nafnlaus sagði...

ég hlakka líka til að heyra upptökuna. En voru ekki stóru útvarpsmíkrófónarnir neitt hint... ;)

Nafnlaus sagði...

(vona að þetta síðasta komment skiljist ekki sem sarcasm, það var ekki þannig meint. Ég hlakka í alvöru mikið til að heyra upptökuna og það er svo langt frá því að tónleikarnir hafi verið eitthvað alónýtir fyrir mér...)

Nafnlaus sagði...

þeir voru heldur alls ekki ónýtir fyrir mér.. mér fannst æðislegt að syngja á þessum tónleikum. Ég var heldur alls ekki sett út af laginu eða neitt á nálum allan tímann og skil eiginlega ekki kommentið hjá Magga hér fyrir ofan.. finnst það eiginlega svolítið ósanngjarnt. Það eina sem ég sagði á Sólon var bara mín skoðun á að mér fannst hinn rólegasta hátt og gat ekki fundið annað en að við værum að skilja þarna sem vinir. Þess vegna brá mér svo rosalega að koma heim frá London og lesa þetta allt og hef kannski brugðist aðeins of harkalega við í kommentinu í gær.

Málið er að ég MÁ alveg hafa skoðun á þessu. Ég hef alveg rétt á því, þetta voru líka mínir tónleikar og allra sem voru þarna að syngja og spila.

Ég var þarna að syngja erfitt stykki sem mig hefur dreymt um að syngja í 14 ár, fyrir tónskáldið sem er liggur við í guðatölu hjá mér og það er ekkert víst að ég fái nokkurn tíma að syngja þetta aftur. Þetta var bara big deal fyrir mig og mér fannst þetta messa svolítið einbeitingunni hjá mér, það gerði það.
En enough said, þetta var samt æðisleg reynsla eins og ég sagði LÍKA á sólon í ræðunni minni sem var að mestu leiti beint til þín Maggi og ég meinti það frá innstu hjartarótum og ég er virkilega þakklát fyrir að hafa fengið að gera þetta.

Nafnlaus sagði...

Þetta hefði aldrei gerst ef ég hefði verið á orgvélinni, ég hefði bara kippt inn einni mixtúru og kannski lítinn sharf, en það er nú liðin tíð og njótið heil. Ég stend eiginlega aðeins með Magga í þessu, frábært að venja börn við að fara á tónleika og burt með snobbið.