sunnudagur, október 01, 2006
Tónleikarnir tókust stórkostlega vel. Bravóhróp og læti frá fullri kirkju. Ég var alveg furðu rólegur og laus við stress enda treysti ég kórnum alveg fullkomlega. En það breyttist allt þegar leið yfir eina úr kórnum í miðri aríu hjá Hallveigu. Hún var alveg náföl og með galopin augun. Mjög óhugnanlegt. Svo stóð hún upp og allt virtist í lagi þar til í næsta kafla þegar hún féll fram fyrir sig, yfir einn kórdrenginn og á slagverkið. Þá sló ég af og allir fóru að huga að henni. Enda var alveg rosalega heitt í kirkjunni og loftlaust enda alveg blankalogn úti. Það var mjög skrítin stemning eftir þetta og við kláruðum verkið og tókum meira að segja aukalag og það létti töluvert stemninguna. Sá stúlkuna um leið og ég kom út og það var allt í fínu með hana. Vona að ekkert ami að kórdrengnum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Maggi þetta voru frábærir tónleikar og stórskemmtilegir með þeim leikrænu tilburðum sem kórinn gerði, líka yfirlið Unnar.
já Maggi minn, það er svona að vera með þvílíkan og annan eins ofursópran með, fólk hreinlega fellur í yfirlið barasta yfir herlegheitunum ;) tíhí
Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að kórdrengurinn hafi ekki meiðst alvarlega, reyndist óbrotinn en nokkuð marinn. En það er dálítið merkilegt að þegar þetta sama verk var flutt fyrir hálfu öðru ári meða sma kór og sama sópran leið yfir kórdreng á sama stað í verkinu, nánast í sama takti! Berast ekki böndin að ofursópraninum? ;)
Tóta sagði að einhvertíma þegar Carmina var flutt í Háskólabíó hefði liðið yfir einhvern á sama stað! Hún sagði að það væri draugur í verkinu.
Hitti annars Unni í skólanum og hún er með kúlur á enninu og hnakkanum og marin á hnénu, en ber sig vel ;)
halló ! Frétti að ykkur hefði gengið frábærlega á tónleikunum , enda var ekki við öðru að búast. Bara ferlega svekkt yfir að hafa ekki getað sungið með ykkur. Það verður að fara að særa þennan carminu draug í burtu .. ? um að bjóða sálarransóknarfélaginu næst :) Allavega .. gott að enginn meiddist alvarlega. Kveðja Lóa kórfélagi
Skrifa ummæli