föstudagur, október 20, 2006

Ég stel hér með plögginu af síðu Hildigunnar.

Langi fjölskylduna í sunnudagsbíltúr á laugardegi og skemmtilega upplyftingu í leiðinni mæli ég með heimsókn á Draugasetrið á Stokkseyri á morgun. Skemmtilegt safn, fín kaffistofa og svo er Hljómeyki með (að hluta til) draugalega tónleika klukkan 17.00. Flutt verða bráðflott og aðgengileg ný verk (meðal annars eitt lag úr Mýrinni, mjög flott, nýtur sín ekki sem skyldi þar, heyrist í bakgrunni gegn um útvarp). Og svo nokkrar helstu perlur íslenskrar kórtónlistar... ;-)

Aðgangseyrir 1.500, 500 fyrir námsfólk og eldriborgara/öryrkja, frítt fyrir börn.

Engin ummæli: