fimmtudagur, október 26, 2006

Haldiði ekki að junior sé farinn að segja "mamma". Þetta kom bara svona allt í einu.
Við mættum í aðlögun hjá dagmömmu í gær og það gekk bara svona líka vel. Við vorum bara í klukkutíma, hann var voða rólegur fyrst en undir lokin þótti honum mjög gaman. Hann fór ekki í dag því Hrafnhildur var lasinn en ég fer aftur með hann á morgun og skrepp jafnvel frá í smá stund.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Litla himnaríkið og gleðigjafinn. Bara æðislegur. Góðan bata til mömmu litlu, sem hefur hlotið nafn hjá júníornum sínum.