þriðjudagur, október 24, 2006

Fyrir rúmri viku hugsaði ég að ég væri búinn að stjórna Carmina burana og ætti sennilega ekki eftir að gera það fyrr en eftir a.m.k. fimm ár. Kórinn flutti þetta náttúrlega í fyrra og svo aftur um daginn. En svo er allt í einu annað upp á teningnum núna. Það er verið að athuga með að taka það upp á disk á næstunni því það var það mikill áhugi fyrir þessari kammerútgáfu, margir að spurja um hana á tónleikunum og svo endaði Silja gagnrýni sína með að biðja um upptöku af þessu.
Svo er komið svar frá Litháen. Þeir vilja að kórinn syngi á opnunartónleikum listahátíðarinnar 1 júlí og flytji Carmina burana. Af einhverjum ástæðum vorum við búin að bíta það í okkur að þeir hefðu engan áhuga á þessu verki. En svo vilja þeir heyra eitthvað íslenskt. Vonandi verður hægt að flytja líka Guðbrandsmessuna. Spurning hvort það sé of mikið á einum og sömu tónleikunum?

5 ummæli:

Hildigunnur sagði...

gaaah!

já, vonandi

Nafnlaus sagði...

væri kannski hægt að taka vídalíns, hún er styttri og þá þyrfti heldur ekki fleiri einsöngvara með í ferðina. Smurning..

Maggi sagði...

Já, það væri ekki vitlaust.

Nafnlaus sagði...

Eg aetla tha ad panta geisladisk!

Hildigunnur sagði...

þar eru líka miklu færri hljóðfæraleikarar. Reyndar munar ekkert gífurlega miklu á lengdinni.

Reyndar er ég nú ekki viss um að Carmina og messa henti mjög vel saman. Þurfið þið ekki bara að halda tvenna tónleika með mismunandi efni ;-)