Ég er orðinn ógeðslega þreyttur á að heyra fólk tala um að ég sé alltaf að vinna. Það er alltaf verið að spurja Hrafnhildi að því hvort henni finnist ekki leiðinlegt að ég sé aldrei heima. Það er búið að vera mikið um að vera undanfarnar vikur en ég hef rétt slefað yfir 40 stundir á viku. Hrafnhildur er að vinna tvo morgna í viku og þá er ég með Ísak. Á að giska er hún með hann rúmlega 60 % af tímanum og ég þá tæplega 40 %. Svipað hlutfall gildir með heimilisstörfin. Ég veit í rauninni ekki um neinn maka sem er jafnmikið heima og ég.
Ég taldi saman tímana og þetta er niðurstaðan:
1. vikan í sept: 32 tímar
2. vikan: 35 tímar
3. vikan: 29 tímar + sólarhringsferð til Eiða
4. vikan: 38 tímar
1. vikan í okt: 42 tímar
2. vikan í okt: 43 tímar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
æ, maður er bara að vinna á asnalegum tíma, ég segi það sama. Ég er alveg helling heima en kennslan og söngurinn eru yfirleitt fram á kvöld.
Skrifa ummæli