fimmtudagur, október 05, 2006

Um leið og síðasta hljómnum var sleppt í Carmina í gærkvöldi brutust út þessi líka svakalegu fagnaðarlæti og eftir nokkrar sekúndur voru allir staðnir upp. Það voru mjög margir að bera þennan flutning saman við annan víða um heim og sá samanburður var mjög hagstæður okkur í vil. Kórinn stóð sig frábærlega, hljóðfæraleikararnir voru ekki alveg eins einbeittir og á sunnudaginn en voru samt frábærir (þetta var nefnilega nánast fullkomið þá) og einsöngvararnir voru í enn meira stuði í gær.
Það var gaman að heyra viðbrögð fólks við því þegar Einar Clausen skakklappaðist inn kirkjugólfið í forspili Svanasöngsins, berfættur með hvíta slaufu og hvítur í framan. Það voru margir sem héldu að þetta væri einhver þroskaheftur að villast inn í kirkjuna á miðjum tónleikum. Ég tók smá áhættu með að velja hann en er MJÖG ánægður með útkomuna. Hann átti líka hug og hjörtu allra í kórnum. Hann mun ábyggilega syngja þetta í komandi uppfærslum næstu árin.
Ég veit að flestar piccolo stelpurnar lesa þetta og get því komið því á framfæri að þið hafið staðið ykkur frábærlega. Ég hef eiginlega alltaf gleymt að segja það.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það er gott að heyra aðra segja það sem maður hugsar hehehe :)

en það má líka geta að ÞÚ stóðst þig frábærlega.. það virðist líka alltaf gleymast að segja frá :)

Maggi sagði...

Ég þakka.

Nafnlaus sagði...

Takk Maggi. Ég var örugglega búin að kyssa þig og þakka fyrir mig...

Ég held að þú hafir bara fengið ok! já og amen frá mér í haust... klútarnir, niðursetan og framgangan ;)

Þú stóðst þig með prýði... Bravo!

Maggi sagði...

Takk takk. Einhverjir fleiri?

Unknown sagði...

Já, þú veist að ég elska þig líka ;)

Maggi sagði...

Ég er farinn að roðna!