þriðjudagur, september 05, 2006

Litli kútur tók upp á því í dag að pissa blóði. Það var brunað strax upp á heilsugæslu og svo á Barnaspítala. Hann var skoðaður í bak og fyrir og tekin þvagprufa. Svo þurftum við að bíða í tvo tíma. Hann var hinn hressasti allan tímann og skreið um öll gólf og elti alla aðra krakka. Svo kom í ljós að þetta var einhver erting í þvagrásinni og er alveg liðin hjá. Við eigum að fylgjast með honum næstu dagana en sennilega er þetta alveg búið og var aldrei hættulegt.
Phew!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ litli kútur! Gott að þetta var ekkert alvarlegt. Það er alltaf óskemmtilegt að þurfa að fara niður á Barnaspítala.

Bestu kveðjur
Bryndís frænka

Syngibjörg sagði...

Æi, litli mann. Verst er þetta nú samt fyrir okkur foreldrana.

En hey, ég verð í borginni 1 okt. þú bara verður að taka frá fyrir mig miða á Carmínu.
Heyri frá þér og skilaðu kveðju frá westfirðingnum:O)

Maggi sagði...

Að sjálfsögðu tökum við frá miða fyrir þig og innilega til hamingju með stórafmælið.