sunnudagur, september 03, 2006

Undarleg upplifun í kvöld. Tókum upp seinna "lagið" fyrir Mýrina. Mugison sagði mér ca. hvaða tóna hann vildi hafa í hljómi sem kórinn átti að syngja og svo átti ég að impróvisera með kórinn. Hildigunnur kom með sagarhljóð og stelpurnar áttu að öskra við og við. Þær voru eitthvað feimnar við það fyrir upptökuna en þegar á hólminn var komið voru þær mjööög sannfærandi.

2 ummæli:

Þóra sagði...

Það var nú svolítið gaman að fá að öskra svolítið ;-)

Hildigunnur sagði...

já, þetta var eiginlega bara mjög skemmtilegt. Gaman að vera sög :-D