sunnudagur, september 17, 2006

Mér finnst náttúrlega algjört hneyksli að það sé búið að reka Hilmar úr Skálholti. Maðurinn er búinn að vera þvílík lyftistöng fyrir tónlistarlífið á Suðurlandi. Það hefði alveg eins verið hægt að reka Jónsa úr Langholtskirkju. Maður er búinn að heyra ýmislegt um hverjir eða hver standi á bakvið þetta og ef það reynist rétt þá missir viðkomandi ansi mörg stig hjá mér. Tímasetningin finnst mér þar að auki alveg fyrir neðan allar hellur. Það hefði átt að gera þetta að vori til til að gefa honum færi á að sækja um aðrar stöður. Hann hefði getað farið á Selfoss t.a.m. Ég þekki það af eigin raun að það losnar ekkert yfir veturinn. Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur í staðinn í Skálholti og hvað verður um Sumartónleikana.

3 ummæli:

Hildigunnur sagði...

this means war...

Syngibjörg sagði...

Jahá, mér þykir þú segja fréttir!

Gróa sagði...

Hvar endar þessi kirkja??????
Er allt að verða vitlaust?????