föstudagur, desember 02, 2005


Til hamingju elsku litli frændi með skírnina og til hamingju með þetta fína nafn sem þú fékkst. Hann heitir nú Ragnar Steinn Ingólfsson. Ég hlakka svakalega mikið til að hitta þig um jólin. Við sjáum fyrir okkur að hann verði ljóðskáld og semji að minnsta kosti eitt mjög gott leikrit.

Mæðginin komu heim af spítalanum í gær og plumma sig bæði vel og Skrámur er kominn til Íslands og er í Einangrunarstöðinni á Reykjanesi. Sonurinn er farinn að þyngjast eftir að hafa lést um 400 gr. Hann var undir svo miklu álagi í fæðingunni og brenndi því svo mikilli orku og því nægði næringin úr brjóstunum ekki og hann fékk mjólkurblöndu. En þetta lítur allt vel út núna. Og Mamman er líka orðin miklu hressari og er farin að geta hreyft sig um án hjálpartækja.

Ég fór í vinnuna síðdegis á miðvikudaginn og það töluðu allir um hvað hann var stór og ég skildi ekki neitt. Þegar fimmti aðilinn sagði hvað hann hefði verið stór þá spurði ég bara hvað hann ætti við því hann er bara alls ekkert stór og fór að velta því fyrir mér hvort hann hefði virkað svona mikill á myndunum sem ég sendi í vinnuna. En þá var sagt: "En 5,3 kg er ansi mikið, er það ekki." Þá áttaði ég mig á því að þegar ég sendi tölvupóstinn í svefnleysi mínu á mánudagskvöldið þá hafði ég víxlað tölunum og skrifaði 5,3 kg í stað 3,5. Ég held að Hrafnhildur hefði ekki meikað það að fæða svo þungt barn. En við höfum greinilega búist við stærra barni því gallinn sem við keyptum til að fara með hann heim í af spítalanum var ansi stór og hann týndist eiginlega í honum eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Í sjálfri fæðingunni létum við nokkra diska rúlla í geislaspilaranum sem Hrafnhildur hafði valið og það vildi svo skemmtilega til að í lokaatrennunni voru Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju í gangi á repeat þ.a. einhvern tímann hefur Afi Halldór sungið fyrir dótturson sinn þegar hann var á leiðinni út. Svo lét Afi Ragnar gera vart við sig um nóttina ásamt langömmu Elísabet þ.a. það eru að minnsta kosti tveir verndarenglar að gæta hans.

Engin ummæli: