þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Dagur tvö


Við héldum upp á eins dags afmælið í dag. Sungum fyrir hann Tunglið, tunglið taktu mig sem hann var vanur að heyra í móðurkviði og ég er ekki frá því að hann hafi róast við að heyra það. Hann er voða duglegur að drekka og kúka og pissa. Svo baðar hann út höndunum við og við eins og hann sé að stjórna rómantísku hljómsveitarverki. Allir íslendingar spurja hvað hann er þungur og langur og allir Svíar spurja hvað hann eigi að heita.
Mamma hans lenti hins vegar í því í gær, ca. tveimur tímum eftir fæðingu að eitthvað skrítið gerðist inni í henni í kringum lífbeinið og hún á því mjög erfitt með að hreyfa sig. Sem betur fer verður hún á spítalanum í nokkra daga og fær ráðgjöf og lyf.
Setti inn fleiri myndir í myndaalbúmið.
notendanafn: hrafnis@yahoo.com
leyniorð: myndir

Engin ummæli: