laugardagur, desember 03, 2005


Nú sofa mæðginin vært eftir nokkuð órólega nótt. Sonurinn svaf bara í hæsta lagi í klukkutíma í einu og fór svo að orga þangað til hann fékk að drekka. Þegar hann sofnaði aftur gekk ég með hann um íbúina til að Hrafnhildur gæti fengið að sofa og söng fyrir hann og það virkaði mjög vel. Hann róaðist á meðan ég söng en fór svo að orga þegar ég hætti. Í eitt skipti fór ég með hann fram í sófa og söng í rúman klukkutíma og lét hann liggja á bringunni minni. Nóttin var sú ágæt ein var ansi vinsæl.
Hrafnhildur vill meina að hann sé með sömu svefnrútinu og í móðurkviði. Hann sefur ansi lengi frá hádegi en er svo á fullu á kvöldin og fram á nótt. Við ætlum að prufa að hafa enn minna ljós í nótt og horfa ekki í augun á honum og reyna að fá hann til að sofa í vagninum sem fyrst.
Mar getur alltaf á sig myndum bætt

Engin ummæli: