mánudagur, desember 05, 2005

Vikugamall


Það mætti halda að Ísak væri kominn á séns hjá öllum þessum stelpum á Íslandi. Hann var á orginu í nótt frá miðnætti til fjögur. Í morgun náði Habbidu að setja upp í hann snuðið og notaði gott ráð frá Írisi um að nota bangsafót til að styðja við hann og þar kom Lill-Kjell að góðum notum.
Ég er að fara í skólann í dag og verð fram á kvöld og fer aftur á morgun til að skila ritgerð sem ég er náttúrlega ekki byrjaður á enn.
Við erum búin að heyra sitt á hvað að hann sé svo líkur öðru okkar. Við eigum ekki svo auðvelt með að sjá það. Mér finnst hann reyndar hafa svip frá móðurfjölskyldunni minni þegar hann sefur og stundum þegar hann er með galopin augun er hann líkur fjölskyldu Hrafnhildar. Ég sé annars fyrir mér að Ísak verði málmblásturshljóðfæraleikari, sennilega horn, og róttækur vinstrisinni. Ég heyri okkur segja við hann: "Jæja Ísak minn. Er þetta ekki bara orðið gott hjá þér. Þarftu nokkuð að vera að kvelja ríkisstjórnina meira með þessum skrifum þínum. Þessi fjármálaráðherra er bara ágætur inn við beinið."

Engin ummæli: