fimmtudagur, desember 29, 2005
Ég þori varla að segja neitt en sonurinn virðist vera dálítið betri. Hann tekur sín köst á kvöldin og er stundum óánægður fljótlega eftir gjöf en annars er hann bara hress og skoðar sig um voða mikið. Ég er farinn að láta hann sprikla berrassaðan á skiptiborðinu og þá hjalar hann við og við. Hann fór á heilsugæsluna í morgun og er nokkuð langur og grannur en fylgir alveg kúrfunni hvað varðar þyngd. Hjúkkan var bara mjög ánægð með hann að öllu leiti og fannst hann hafa góðan húðlit.
Ég er þegar búin að fá nokkrar athafnir til að spila og er reyndar hálf feiminn við að skila inn reikningum, mér finnst þetta svo mikið. En þetta er samkvæmt taxta og þar að auki er 50% stórhátíðarálag á jólanótt og gamlársdag þ.a. allt í einu er maður farinn að þéna vel á Íslandi. Það er ekki verra þegar maður ætlar að kaupa íbúð sem eru allar rándýrar og þarf nottlega að eignast bíl líka.
Maður er strax kominn í efnihyggjukapphlaupið.
Ég ætlaði að segja sögu af Tona hennar Jakobínu frænku en komst ekki lengra en: "Eiginmaður konunnar minnar..."
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gleðilegt ár, elsku litla fjölskylda!
Skrifa ummæli