fimmtudagur, desember 15, 2005

Klukk

Maður er barasta nýbúinn að kynnast fólki og svo er maður klukkaður.

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey

1. Stjórna þýsku sálumessunni eftir Brahms
2. Semja verk fyrir kór og hljómsveit
3. Ferðast til allra heimsálfanna (að undanskildu Suðurskautslandinu)
4. Lesa ævintýri fyrir börnin mín
5. Lesa ævintýri fyrir barnabörnin mín
6. Verða góður í að grilla
7. Eignast sumarhús í útlöndum

Sjö hlutir sem ég get gert.

1. Spilað á orgel, ýtt á takkana og stjórnað kór samtímis
2. Sungið allt frá öðrum bassa upp í alt
3. Keyrt í nokkra hringi í nýrri borg en átta mig samt á úr hvaða átt ég kom
4. Búið til barn
5. Munað hvað fólk gerði nokkur ár aftur í tímann, oft betur en það sjálft
6. Gert flott tónleikaprógröm
7. Lesið bókstaflega allt sem stendur á netinu um bandarísku ríkisstjórnina

Sjö hlutir sem ég get alls ekki gert.

1. Talað um leið og ég spila erfitt orgelverk
2. Farið að sofa fyrir miðnætti
3. Munað hvað magapína heitir á sænsku
4. Hætt að einblína á gallana í fari fólks
5. Átt bara eitt uppáhalds eitthvað
6. Munað hvort er hvað: leyti og leiti
7. Viðurkennt að fólk hafi vakið mig þó svo það hringi kl. 3 um nóttina

Sjö frægar/ir sem heilla

1. Duruflé
2. Noam Chomsky
3. Giuseppe di Stefano
4. Dame Judy Dench
5. Tim Burton
6. Cohen bræður
7. Al Pacino

Sjö atriði sem heilla mig við aðra

1. Einlægni
2. Húmor
3. Augun
4. Fjölbreytni
5. Hæfileikar
6. Skipulagni
7. Frásagnargáfa

Sjö setningar sem ég segi oft

1. Sko
2. Já (á innsoginu)
3. Hvað segir kallinn?
4. Elsku kellan mín
5. Legato
6. Þið megið anda hvar sem er, bara ekki akkúrat hérna
7. Nei, Skrámur. Niður!

Sjö hlutir sem ég sé núna

1. Son minn sofandi
2. Myndavélina
3. Nuddolíu
4. Taubleyju á öxlinni minni
5. 30 kassa með nafninu mínu á
6. Conan O'Brien
7. Jólaseríu

Sjö sem ég ætla að klukka (kannski þegar búið að klukka suma. Það má skrifa á kommentið ef maður á ekkert blogg)

1. Habbidi
2. Torfa frænda
3. Bjart
4. Völu
5. Bryndísi
6. Gunnar
7. Þóru

5 ummæli:

Maggi sagði...

Ákvað að losa mig við þetta Haloscan rugl se hverfur eftir 3 mánuði og nota þetta kommentakerfi í staðinn en fyrir vikið hurfu öll kommentin.

Nafnlaus sagði...

ha? hverfur haloscan eftir 3 mánuði??? What???

Maggi sagði...

Já, alla vega það sem við Hrafnhildur notum. Svo er líka hægt að eyða kommentum ef maður er ekki ánægður með þau eins og ég gerði tilraun með hér að ofan.

Hildigunnur sagði...

fáðu þér miklu frekar enetation, ókeypis og það hverfur sko ekki neitt! Ég get eytt og breytt eins og mér sýnist, (meira að segja kommentum frá öðrum, hehe (ekki að ég hafi gert það nema kannski að laga innsláttarvillur))

Hef aldrei fengið spam inn á enetation og maður þarf ekki að slá inn þetta aukadót þarna, eins og hér.

Hildigunnur sagði...

já, og það sjást ekki horfnu kommentin. Og það er fullt af flottum emotiköllum (ef maður fílar þá)