Við vorum að sækja Skrám í dag frá einangrunarstöðinni og fórum með hann til Jónu Bjarkar þar sem hann verður þar til við flytjum inn í eigin íbúð. Hann er strax farinn að taka nýju vistarverurnar í sátt og búinn að kela þvílíkt við okkur. Hún Kristín Jó sem sá um hann sagðist muna sakna hans mikið, hann væri algjört æði. Hann hefur líka tekið Ísak í sátt, er sem sagt ekki afbrýðissamur og virðist ekki hafa mikinn áhuga á honum sem betur fer.
Ísak brosti svo í morgun til okkar þegar hann lá spriklandi á skiptiborðinu. Hann hefur reyndar oft brosað áður en þetta var í fyrsta skipti þar sem þetta fór ekkert á milli mála.
Í kvöld ætlum við að skoða eina íbúð og aðra á morgun og svo sækjum við búslóðina og ég byrja að vinna á mánudaginn. Þá hefur maður betur á tilfinningunni að maður sé fluttur heim.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli