þriðjudagur, september 20, 2005

Ég og sóknarpresturinn settum saman auglýsingu fyrir stöðuna mína á föstudaginn sem við sendum inn á föstudaginn. Hún á ekki að birtast í organistablaðinu fyrr en eftir 3 vikur en ég sagði að það væri mikilvægt að hún birtist á heimasíðunni líka og viti menn, það hringdi einn organistinn í mig í dag og spurði um stöðuna og ég samkjaftaði ekki í korter og mælti eindregið með henni. En svo eftir að við höfðum talað sama heillengi þá kom í ljós að hann var ekkert að sækjast eftir stöðunni heldur var þetta bara einhver orgelprófessor sem vildi vita afhverju ég væri að hætta. Hann hafði áhyggjur af kirkjunni þar sem þetta er þriðja árið í röð sem staðan er auglýst. Gat hann ekki sagt það í byrjun samtalsins?

Engin ummæli: