föstudagur, september 23, 2005

Þetta er ekki einleikið

Nú virkar síminn......... en ekki netið....!!!!!!???????
Netið er sem sagt ennþá á gamla símanúmerinu og það tekur allt að 10 virka daga að tengja það á nýja númerið. Þ.e. tvær vikur í viðbót. Maður hefði haldið að það væri einfaldara og öruggara að hafa bæði símann og internetið hjá sama fyrirtækinu, þ.e. Telia, en nei....
Ég hringdi áðan og talaði við sex mismunandi manneskjur og þurfti alltaf að útskýra allt frá byrjun og þegar átti að senda mig til sjöunda starfsmanninn þá slitnaði samtalið og ég settist niður og skrifaði kvörtunarbréf. Ég er orðinn ansi fær í því. Ég sé alveg fyrir mér að ég verð gamall kall með fullt af köttum sem rífst í símann og skrifa skammarbréf hingað og þangað.

Svo er skrifstofukonan í vinnunni hjá mér búin að segja upp störfum því hún fékk annað 50% starf sem er ekki eins langt frá heimilinu hennar. Ég samgleðst henni og verð að viðurkenna að þetta er líka miklu betra fyrir okkur hin því hún sinnir sínu starfi alls ekki nógu vel og mörg okkar höfum tekið að okkur ýmis verkefni sem hún á að sinna. Hún mun hins vegar ekki hætta fyrr en í byrjun desember þannig að ég mun ekki njóta góðs af nýjum starfskrafti.

Nú um helgina verða þriðju upptökurnar í ár með Mikaeli. Það á að taka upp Misa Criola og aðra mjög skemmtilega Mångfaldighets mässa eftir suður amerískan Svía sem heitir Pontivik. Hann var með okkur á þriðjudaginn með hörku band, bæði svíar og spænskumælandi músikantar, sem er voða flínkir en það var dálitið skondið að sjá þá vinna saman með kórstjóranum sem er mjög nákvæmur og þeir lesa engar nótur og eiga erfitt með að skilja þegar hann reynir að slá þá inn. Kórstjórinn var óvenju óöruggur með sig og fór að kvæsa á okkur í kórnum og verða óvenju smámunasamur. Málið með svona tónlist er að hún þarf að vera mátulega kærulaus. Svo fór hann að spurja bandið hversu marga takta millispilið ætti að vera og þeir svöruðu að það ætti að vera impróvisasjón. "Nákvæmlega hversu margir tóna spilar panflautan þar?" spurði hann þá. Bandið ranghvolfdi augunum.

Engin ummæli: