fimmtudagur, september 29, 2005

Við fengum þennan líka fína barnavagn í morgun frá vinnufélaga Hrafnhildar. Ég sótti hann á skrifstofuna hennar og keyrði með hann út í bíl. Voða stoltur. En það voru ansi margir sem gengu á móti mér og horfðu ofan í vagninn og urðu frekar hissa að sjá ekkert barn í honum. Svo fæ ég lánaðan barnabílstól frá samstarfskonu minni því barnabarn hennar er orðið 8 mánaða og vaxið upp úr honum. Það bíður nefnilega eftir okkur einn stóll á Íslandi og því væri asnalegt að kaupa annan hérna úti í Svíþjóð bara fyrir nokkrar vikur.

Engin ummæli: