miðvikudagur, september 14, 2005

Nöldur!

Ef þið heyrið fréttir um mann sem gekk berserksgang í Svíþjóð og hrópaði níðyrði um símafyrirtæki þá gæti það verið ég. Þetta bévítans hálfvita fyrirtæki sem við höfum verið með símaáskriftina hjá hefur ekkert komið til móts við okkur þó svo við höfum verið 6 vikur án síma og þurfum þrátt fyrir það að borga mánaðaráskrift fyrir þessar vikur. Þau vildu ekki sleppa okkur undan bindningstímanum sem rennur ekki út fyrr en eftir eitt og hálft ár þrátt fyrir að þeir viðurkenna að það var frekar erfitt að heyra símasölumanninn taka fram að það væri 24 mán. bindningstíma (eða hvað heitir það aftur á íslensku) þegar við hlustuðum á upptökuna þegar ég átti að hafa samþykkt þetta. Ingibjörg er svo elskuleg því hún ætlar að taka yfir áskriftina en samt þurfum við að borga ca. 200 sænskar fyrir að flytja það yfir til hennar (why???) og við þurfum að borga mánaðaráskriftina fram í október því þeir voru búnir að senda reikninginn út og vildu ekki afturkalla hann. Við sendum pappírana inn fyrir tveimur vikum og þeir gera ekkert í því fyrr en núna á föstudaginn og þá hefur Ingibjörg verið símalaus í eina og hálfa viku því hún sagði upp gömlu áskriftinni 4. sept. Og þó svo við höfum talað við þá fjórum sinnum þá voru þeir ekki búnir að átta sig á því að hún bjó á öðrum stað og sögðu að fyrst þyrfti að panta flutning og svo gæti maður flutt yfir samninginn.
Netið virkaði náttúrlega ekki þegar við vorum símalaus og komst ekki í gang fyrr en tæpum tveimur vikum eftir að síminn var tengdur. Það virkaði vel í nokkra daga en svo fóru hin og þessi windows prógröm að haga sér skringilega (komumst t.a.m. ekki á msn) og það var ekki í fyrsta skipti sem það gerist hjá okkur (ohhh hvað ég sakna Makkans). Eftir að hafa leitað í nokkra klukkutíma fann ég loksins grein á netinu hvernig átti að laga þetta prógram. Svo hætti netið að virka á miðvikudaginn var og við hringdum í Telia sem sagði að það tæki 3 virka daga að senda mann til að tékka á þessu en þegar Habbidu hringdi í gær þá hafði gleymst að senda beiðni. En sem betur fer gat mín manneskja reddað þessu því snúran sat ekki almennilega í símaúttakinu.
Nú virkar netið en við erum hins vegar símalaus þar sem kúkalabbafyrirtækið aftengdi síman okkar í morgun þó svo hann verði ekki tengdur til Ingibjargar fyrr en á föstudaginn. Ég hringdi í Telia til að panta nýjan síma og það kostar tæplega 10 þús íslenskar..... nei takk!!!! Þannig að ég valdi breiðbandssíma sem kostar miklu minna að tengja en verður ekki kominn í gagnið fyrr en við fáum eitthvað tæki sem kemur vonandi á mánudaginn! En við fáum líka nýtt símanúmer sem er 00468 550 18299. Og nú gekk ég kyrfilega úr skugga um að við erum ekki bundin þar of lengi. Það er að vísu 3 mánuðir en það passar ágætlega.
Í morgun fór ég í líkamsrækt og fékk að vita að jú, ég gæti notað kortið mitt frá Haninge þangað til það rennur út í október en þá verð ég að borga 70 sænskar í hvert skipti sem ég kem því fyrir sundlaugina því maður notar sömu búningsklefa og gengur fram hjá lauginni til að fara í ræktina.
Og svo keyrði ég í vinnuna og það var frekar lítið bensín eftir en ég náði á bensínsstöðina en hafði þá gleymt veskinu heima. Fékk lánað 300 sænskar frá vinnufélaga en sjálfsalinn gleypti peningana án þess að ég fékk neitt bensín.
GAAAAAAAARRRRRRRGGGGGHHHHHHHWWWWWWWW. Best að ná í byssuna.
Ég hringdi í neytendasímann og fæ peningana endurgreidda síðar. Þá er bara að herja á fleiri vinnufélaga til að slá lán í einn dag.
Svo þurfti ég að rífast við einn leiðinda djasspíanista sem sendi reikning út af sumartónleikaröðinni og hann var dálítið hærri en við höfðum talað um. En í þetta skipti vann ég.

Engin ummæli: