Ég vann á föstudaginn og kom aftur að vinna í dag og hef því ekki komist á netið síðan þá og þegar ég skoða fréttirnar frá Íslandi get ég ekki sagt neitt annað en: Ja hérna! Þetta er nú meiri sápuóperan. Nú hljóta höfundar Skaupsins að hoppa hæð sína.
Hrafnhildur átti afmæli á mánudaginn og við fórum út að borða á sunnudagskvöldið í bæ sem heitir Trosa (Nærbuxa í íslenskri þýðingu) og það var mjög huggulegt nema hvað við fundum ekki staðinn sem Hrafnhildur vildi fara á en við völdum annan huggulegan en maturinn var bara ekkert sérstakur. Við erum dálítið óheppin að þessu leyti því þegar við héldum upp á brúðkaupsafmælið um daginn fórum við til Uppsala og urðum líka fyrir vonbrigðum með matinn þar. Báðir veitingastaðirnir liggja reyndar við á þannig að það gæti kannski verið ástæðan. En afmælisbarnið spurði hvort það væri til óáfengt vín en það reyndist ekki vera þannig að ég keypti rautt og hvítt áfengislaust á mánudaginn sem við gætum drukkið með matnum heima um kvöldið. Rauða vínið var alveg ferlega vont! Alveg ótrúlega óspennandi og var því hellt niður eftir bara einn sopa. Hvíta reyndist vera freyðivín og það kitlar Hrafnhildi í tunguna þannig að þetta var allt saman ferlega misheppnað. En kjúklingurinn var góður og svo steikti ég pönnukökur og þær bregðast aldrei.
Upptökurnar um helgina gengu mjög vel og við náðum að taka upp bæði verkin og vorum búin korter yfir fimm á sunnudaginn en áttum að vera búin kl. fimm. Það sem mér þótti skrítið var að við mættum klukkan þrjú á laugardaginn en byrjuðum ekki að taka upp fyrr en hálf átta því að tæknimaðurinn var upptekinn á tónleikum. Annars voru allir þarna, meira að segja upptökustjórinn. Var virkilega ekki hægt að redda öðrum tæknimanni? En þetta var voða gaman og ég er spenntur að heyra diskinn. Eftir tvær vikur verður það Dixit Dominus eftir Händel með barrokkhljómsveit og eftir æfinguna í gær er ljóst að þetta verða þrusutónleikar.
Fyrir þá sem misstu af því um daginn þá erum við búin að fá nýtt símanúmer: 0046 8550 18299
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli