laugardagur, apríl 03, 2004

Jamm og já.
Í dag tókst mér að fara út með Skrám. Honum finnst voða gaman að vera úti en ekki að fara út. Það er mikil barátta maður þarf því miður að reyna að gabba hann en hann er farinn að þekkja brögðin og felur sig undir sófa eða rúmi. Það er svo fínn skógur bara 30 metrum frá útidyrunum sem honum finnst voða gaman að skoða.
Nú verð ég að gera smá hlé til að horfa á nýjan Simpsonsþátt.

Engin ummæli: