miðvikudagur, apríl 21, 2004

Þetta var einn af þessum dögum!
Ég þurfti að hafa mikið fyrir þvi að koma mér á fætur og drösla mér í skólann því ég þurfti að vera mættur þar klukkan hálf tíu (nei, ég er ekki að grínast... hálf tíu!). Ég ætlaði að fylgjast með tveimur orgelkennslustundum en þegar ég mætti var enginn þar. Það mætti enginn fyrr en eftir klukkutíma. Ég fór bara að æfa mig á orgelið í staðinn. Ég ætla að spila á það á útskriftartónleikunum og það er mjög ásetið. En einu sinni sem oftar var eitthvað að. Núna var það að tvístrikaða c á aðalmanúalnum lá niðri og hljómaði ekki neitt. Það var rosalega truflandi. Til að þið skiljið hvað ég þurfti að ganga i gegnum ætla ég að skrifa það sem eftir er af greininni án þess að nota ð.
Svo hófst næsta kennslustund og þeim nemanda fannst óge slega óþægilegt a hafa ekkert C. Hún var líka a spila stykki í C-dúr. Svo hringdi Jan (stjórnandakennari minn) og þegar ég var búinn a tala vi hann í tæpa mínútu dó batteríi í símanum mínum. Þetta er í þri ja skipti sem síminn deyr hjá mér í mi ju samtali vi hann. Tvisvar dó rafhla an og einu sinni var inneignin búin. Og alltaf skal samtali rofna þegar hann er í mi ri ræ u og hann fattar ekkert fyrr en eftir langa mæ u a hann hefur ekkert heyrt frá mér. Vi þyrftum a koma okkur upp einhvers konar systemi þannig a ma ur gefi frá sér hljó á fimm sekúndna fresti.
Svo þurfti ég a gera munnlega og skriflega gagnrýni um þýska kennslubók í orgelimpróvisasjón (bókin var nóta bene á þýsku). En í þeim í tíma þá var tíminn útrunninn á ur en kom a mér því a ein bekkjarsystir mín þurfti a tala svo miki um suzukiorgel kennslufræ ina. Hún er tæplega fimmtug og er ein af þessum konum í háskólalífinu sem þarf svo miki a tala og láta ljós sitt skína. En tíminn var sem betur fer framlengdur um hálftíma og ég gat komi þessari gagnrýni frá mér.
Svo var ég alltaf a rekast á orgelnemann minn. Vi hittumst ca 5 sinnum á göngum skólans. Fyrst var þetta: "Hej, hej." Næst: "Hej igen." Svo: "Hej, he, he. Þú veist. Alltaf að hittast." Og svo framvegis.
Svo mætti ekki söngnemandinn minn. Hann sem er alltaf svo stundvís og samviskusamur. Og þegar ég kom heim og setti símann í hle slu heyr i ég tvenn skilabo frá honum þar sem hann sag ist ekki geta komist. Var me kvef. Týpískt hann. Haf i hringt tvisvar til a vera viss um a ég hef i fengi skilabo in.

(Nú skal ég hætta að ekki skrifa ð. Þið eruð búin að þjást nógu mikið. Munið bara að ég gat ekkert gert að þessu vandamáli með c-ið). Það voru nú nokkrir skemmtilegir punktar við daginn. Karin (orgelkennarinn minn) bað mig um að leysa sig af á orgeltónleikum í Hagakirkjunni 19. maí þegar hún er í Austuríki að vígja orgel mannsins síns. Svo vildi Hrafnhildur hafa Pizzukvöld (yfirleitt er það ég sem sting upp á því). Það gæti legið í því að ég átti að sjá um matinn og var búinn að lýsa því yfir að það yrðu afgangar og svoleiðis.
Karlakórsæfingin á mánudaginn gekk vel. Við höfðum fimm lög og áttum að velja nokkur til að flytja á vortónleikunum. Þrjú af þeim voru týpísk karlakórslög sem okkur tókst að gera mjög vel, eitt var tangó lag sem mönnum þótti ekki henta og svo var eitt lag sem var dáldið flókin tónsmíð. En það gekk ekki því þegar við komum að síðasta taktinum voru allir flyssandi. Við reyndum aftur og þá voru allir með tárin rennandi niður kinnarnar. Við sáum ekki fram á að geta flutt lagið án þess að hlæja. Þetta var rosalega hátíðleg og alvarleg tónlist en textinn var víst: Vaknaðu litla skógarvatn... litla skógarvatn. Já vakna, vakna, vatn, þú skóóógarvatn. Svo voru menn raulandi þetta það sem eftir lifði af kvöldinu.

Engin ummæli: