Gleðilega páska eða "Påskemorgen slut i sorgen" eins og sagt er í fjölskyldunni minni.
Það er ekki gert eins mikið úr páskahátíðinni og aðdraganda hennar eins og á Íslandi. Skírdagur er til að mynda ekki frí dagur hér og svo skjóta menn bara upp flugeldum strax á laugardeginum. Svo var ég að tékka á sjónvarpsdagskránni og það er eiginlega ekkert trúarlegt þar. Það er bara sjónvarpsmessa (sem er hvort eð er á hverjum sunnudegi). Það bara sýnt "búningamyndir", annars vegar mynd um frumflutning 3. sinfóníu Beethovens og hins vegar Amistad. Mér finnst svona "búningamyndir" alveg ferlega leiðinlegar. Það er allir svo uppteknir af því að vera í gömlum 18. aldar fötum og tala öðruvísi, m.ö.o. ofboðslega tilgerðarlegt!
Það er nú annað en við Hrafnhildur sem höldum upp á páskana með því að borða svínasteik með puru og súkkulaðipáskaegg sem er náttúrlega í beinum tengslum við upprisu Frelsarans út af því að ..... ehhhh..... hérna....... jáááá...... hann bauð lærisveinunum upp á ommilettu þegar þeir voru búnir að fatta að hann var upprisinn? Eða eitthvað þannig.
Nei þetta hefur auðvitað ekkert með kristindóminn að gera. Þetta eru leifar af frjósemishátíðinni. Ég var mjög hissa þegar ég byrjaði í kirkjutónlistarnáminu að heyra hvað það eru mikið af málamiðlunum í kristindómnum. Þetta er allt meira eða minna slegið saman í eitt við hinar hefðirnar (úr Gyðingdómnum og heiðninni).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli